

Fantarnir skvetta úr fötunum
fær margur undan að skjálfa.
Skilning fá fæstir á hlutunum
fyrr en káfar upp á þá sjálfa.
Heimurinn er harla grimmur
hvergi skjól öruggt að fá.
Hann er bæði dökkur dimmur
dragnist ei sólin á stjá.
Morðingjar skuggunum skjótast
skelfdan ber margan af leið.
Glæpa er launráðið ljótast
er líknarinn bregst sínum eið.
Um ógnarstand þarf ekki að ljúga
Ísland ber nú víða á góma.
Úr þjóðinni margir merginn sjúga
munu af fáir hljóta dóma.
Kirkjan er ræfill og riðin í haft
ríkisstjórn lætur sig merja.
Hún ætti að rísa upp rífandi kjaft
og reyna sitt fólk að verja.
fær margur undan að skjálfa.
Skilning fá fæstir á hlutunum
fyrr en káfar upp á þá sjálfa.
Heimurinn er harla grimmur
hvergi skjól öruggt að fá.
Hann er bæði dökkur dimmur
dragnist ei sólin á stjá.
Morðingjar skuggunum skjótast
skelfdan ber margan af leið.
Glæpa er launráðið ljótast
er líknarinn bregst sínum eið.
Um ógnarstand þarf ekki að ljúga
Ísland ber nú víða á góma.
Úr þjóðinni margir merginn sjúga
munu af fáir hljóta dóma.
Kirkjan er ræfill og riðin í haft
ríkisstjórn lætur sig merja.
Hún ætti að rísa upp rífandi kjaft
og reyna sitt fólk að verja.
Ort 2010