Lífsins þraut
Lífsins þraut
Er að vera sjálfum sér tryggur
Hin eilífa braut
Í hjarta þínu liggur
Fylgdu því í hverju skrefi
Og óttastu ekki
Í hjartanu býr enginn efi
Og líf þitt bíður aldrei hnekki
Í dyrum gleðinnar leynast nálar og pinnar
Óhófi fylgir flókinn vefur
Forðastu fjötra löngunar þinnar
Og elskaðu það sem þú hefur
Lifðu lífinu af ítrustu gaumgæfni
Það er hin sanna list
Í því er fólgin sjaldgæf hæfni
Og hugurinn öðlast eilífa vist
Elskaðu friðinn
Fjöldinn er aðeins margfeldi af þér sjálfum
vertu því við það iðinn
Að blessa heiminn með hjartans sálmum
Fangaðu ávallt hið eilífa augnablik
Upplifðu það af einlægni
Hið eina sanna Nú
Það eina sem varir að eilífu