ljós mitt

Ég hitti þig ljós mitt
að vori við skuggann minn,
máninn bjartur á himninum,
spor í fönninni við gluggann minn.
Tónlistin leikur sinn línudans
um götur stéttar og huga manns.
Þau eru lífið leikandi létt
ljósið í skuggunum þínum.
Tröppur í brjósti mínu,
steinar í stétt.
Vorið við gluggann þinn,
ljósið sem gægist inn.
 
gufa
1905 - ...


Ljóð eftir gufu

Frjáls
Lifir
ljós mitt
Yndi