kóngsbakki
Kominn er ég í sveitina frægu sem kætir mjög marga
Sé ég að snjórinn sé farinn að minnka og þiðna
Framtíðin er komin og ekki hugsa ég um það liðna
Tíminn er kominn að við lömbum förum að bjarga

Eftir þau komu úr ferðinni löngu gera þau ekkert nema að garga
Þessum fagra litla rolluanga sem ekkert gerir nema að bíta og skíta
Komið er sumar sem glatt getur allt og ber börnum skylda til hliðar að líta
Skyggnið er gott og sér maður langt meira að segja hólminn fagra

Nú er allt gott á bakka kónganna og setur smalinn stefnu á klettana
Fagnar hann sigri við hið Íslenska sauðfé sem að heyið étur
Yngstu sitja heima það eina sem þau sjá er tómt mjólkur glas móður gluggi

Kominn heim og kalt er í lofti því set ég á mig hettuna
Slasast maður og fer heim einskis nýtur og ekkert getur
Komum við saman og skálum í botn með íslensku brennivíni og bruggi
 
geiri
1990 - ...
hér kynni ég fyrir ykkur mína fyrstu sonnettu. eitt orð er í henni sem ekki rímar við hin. í þessu sæki ég innblástur minn í sveitabæ minn og reyni ég að grípa hér allar árstíðirnar í ljóðinu.


Ljóð eftir geiri

föðurland
kóngsbakki