

Við fjörðinn fagran breiðan stend og stari
á fimbulkaldri nóttu djúpra þanka
Við gust af napri golu við mér ranka
í grárri fjöru krýp og ósk´að fjari
Gullinn hólminn hverfur brátt í snari
rýk með látum milli hús´og banka
Fólkið fastasvefninn lætur danka
Fyrirheit ég ekk´að þau sig spjari
Að götum greiðum teygir sjávarmálið
armar hafsins börnin heldur hræðir
Enginn trúði mýtum - sögusagnir bull
Bendir fólkið hverjum kasta eig’á bálið
Þar til köldu flæðir upp um holt og hæðir
Var það þess virði – ofurlítið gull?
á fimbulkaldri nóttu djúpra þanka
Við gust af napri golu við mér ranka
í grárri fjöru krýp og ósk´að fjari
Gullinn hólminn hverfur brátt í snari
rýk með látum milli hús´og banka
Fólkið fastasvefninn lætur danka
Fyrirheit ég ekk´að þau sig spjari
Að götum greiðum teygir sjávarmálið
armar hafsins börnin heldur hræðir
Enginn trúði mýtum - sögusagnir bull
Bendir fólkið hverjum kasta eig’á bálið
Þar til köldu flæðir upp um holt og hæðir
Var það þess virði – ofurlítið gull?
Fyrir utan Maðkavíkurfjöru Stykkishólms stendur Gullhólmi. Sagan segir að þar leynist gull sem ber þá bölvun að ef einhver finnur það og tekur, þá flæði upp í Maðkavík og yfir allan Stykkishólm.