Sokkarnir á snúrunni
Úti á snúru hanga sokkar,
gulir, rauðir, grænir og bláir.
Þessa sokka á fjölskyldan okkar,
og ekki eru þeir fáir.

Snúran er að kafna af sokkum,
og er byrjuð að síga niður.
Út af öllum þessum sokka lokkum,
ekki er það nú góður siður.

Þegar það er mikið rok úti,
og sokkarnir allir fjúka burt,út um allt.
Verður snúran bein og strekkt,
en henni verður kalt.
 
Hera María Jacobsen
1999 - ...


Ljóð eftir Heru Maríu Jacobsen

Leyndarmál mömmu
Sokkarnir á snúrunni