Nóttin
Ég vaknaði
og horfði á þig
hvíla
í faðmi mínum.

Þú skreiðst til mín
í skjóli nætur,
ómeðvitað,
dreymandi.

Á svona augnablikum
hverfur efinn.

Á svona augnablikum
veit ég muninn
á réttu og röngu.  
Björt
1988 - ...


Ljóð eftir Björt

Nóttin
Morgunstund
Skammdegi