Skammdegi
Rigningin dynur á gangstéttinni
og bleytir upp í þurrum, stífnuðum laufblöðum sem verða þá að einskonar fallegri, marglitaðri drullu.

Húmið læðist yfir borgina og lyktin af brennandi timbri gægist upp úr strompunum og minnir á veturinn sem nálgast.

Birkið ilmar svo vel í regninu, rósir nágrannans líka. Þær eru bleikar en fölna þó brátt.

Eitt stígvélið er með gati og sokkurinn verður rakari með hverju skrefi. En það gerir ekkert til.  
Björt
1988 - ...


Ljóð eftir Björt

Nóttin
Morgunstund
Skammdegi