Það var þá
Það var þá,
ég þekkti þig;
þú varst með sumarblóm í hárinu,
geislaði frá augum þínum,
og gafst frá þér vináttu og blíðu.
Það var þá,
ég þekkti þig;
þegar allt virtist glatað,
þú komst með von
og nýja trú á lífið.
Það var þá,
ég þekkti þig;
þegar sólin þurfti að víkja
fyrir ásjónu þinni
á sólríkum sumardegi.
Það var þá,
ég þekkti þig;
þú snertir mitt innra,
snertir ofurlétt skrápinn,
svo hann hvarf.
Það var þá,
ég þekkti þig, og aðeins þig;
takk fyrir allt.
ég þekkti þig;
þú varst með sumarblóm í hárinu,
geislaði frá augum þínum,
og gafst frá þér vináttu og blíðu.
Það var þá,
ég þekkti þig;
þegar allt virtist glatað,
þú komst með von
og nýja trú á lífið.
Það var þá,
ég þekkti þig;
þegar sólin þurfti að víkja
fyrir ásjónu þinni
á sólríkum sumardegi.
Það var þá,
ég þekkti þig;
þú snertir mitt innra,
snertir ofurlétt skrápinn,
svo hann hvarf.
Það var þá,
ég þekkti þig, og aðeins þig;
takk fyrir allt.