

Einföld hreyfing,
einföld gjörð.
Hálsinn brennur,
svartur andráttur.
Reykurinn rís,
glóðin fellur.
Í lokin er ekkert eftir
nema köld aska.
einföld gjörð.
Hálsinn brennur,
svartur andráttur.
Reykurinn rís,
glóðin fellur.
Í lokin er ekkert eftir
nema köld aska.
Skrifað sumarið 2010. Fyrsta ljóðið sem ég skrifaði á íslensku í mörg ár. Ég skrifaði þetta stuttu eftir að ég byrjaði að reykja. Ég var búin að fikta við tóbak í mörg ár. Reykti stundum á djamminu eða í partýum. Stundum stalst ég í eina og eina sígarettu hjá pabba. En ég reykti samt ekki í daglegu lífi. Nema hvað að allt í einu einn daginn, snemma sumars árið 2010, var ég orðin að reykingamanni. Mér finnst í raun frekar fyndið að vera að rifja þetta upp núna þar sem ég ætla að reyna að hætta þessari vitlausu fyrir fullt og allt bráðlega...