Tímasprengjan
Búmm. Búmm. Búmm

Orðin þín
Brosið skín
Einhver hvíslar "Vertu mín"

Búmm. Búmm. Búmm.

Varir þínar
Snerta mínar
Eitthvað innra með mér hlýnar

Búmm, búmm, búmm

Komdu nær
Hjartað slær
Doði alveg nið'rí tær

Búmm búmm búmm

Næsta stig
Taktu mig
Leyfðu mér að elska þig

Búmmbúmmbúmm

Gekk of langt
Þett'er rangt
Efirsjáin ævilangt

BÚMMBÚMMBÚMM

Bölvuð þrá
Farðu frá
Hjarta, hvað ert'a spá?

BÚMBÚMBÚM

Hjartans brestir
Lostans lestir
Sekt í sálina klófestir

BÚMBÚM

Hjartans ómur
Hausinn tómur
Lostans dauða dómur

BÚMM!
 
Úlfhildur Örnólfs
1991 - ...
Alveg hreint ótrúlegt hvaða það er auðvelt að falla fyrir lostanum.


Ljóð eftir Úlfhildi Örnólfs

Glóðin fellur
Tímasprengjan