Glóðin fellur
Einföld hreyfing,
einföld gjörð.
Hálsinn brennur,
svartur andráttur.
Reykurinn rís,
glóðin fellur.
Í lokin er ekkert eftir
nema köld aska.  
Úlfhildur Örnólfs
1991 - ...
Skrifað sumarið 2010. Fyrsta ljóðið sem ég skrifaði á íslensku í mörg ár. Ég skrifaði þetta stuttu eftir að ég byrjaði að reykja. Ég var búin að fikta við tóbak í mörg ár. Reykti stundum á djamminu eða í partýum. Stundum stalst ég í eina og eina sígarettu hjá pabba. En ég reykti samt ekki í daglegu lífi. Nema hvað að allt í einu einn daginn, snemma sumars árið 2010, var ég orðin að reykingamanni. Mér finnst í raun frekar fyndið að vera að rifja þetta upp núna þar sem ég ætla að reyna að hætta þessari vitlausu fyrir fullt og allt bráðlega...


Ljóð eftir Úlfhildi Örnólfs

Glóðin fellur
Tímasprengjan