Elsku frænkur/ömmur
Þetta barn
er barnið mitt.
Þótt það skylt sé þér,
það er ekki þitt.
Þér finnst þú svo margt,
í því eiga.
Að þér finnst í lagi,
finnst þú mega.
Setja útá,
háðsglott senda.
Stundum bíð ég bara,
þú munir benda.
Þér finnst ég kannski,
óhæf móðir.
En mundu elsku frænka/amma,
að engir eru algóðir.
Þó ég stundum sýnist kjáni,
Asnaleg og jafnvel bjáni.
Ef barnið hjalar, brosir létt.
Þá hlýt ég að gera eitthvað rétt!
Stundum má líka sleppa að dæma
og með því aðra frá sér flæma.
Stundum má sitja á sínu bulli,
sitja á því öllu eins og ormur á gulli.
Ef hjálp vantar mig,
þá veistu ég hjálp þigg.
Ég treysti á þig.
Þú svo göfug og dygg.
er barnið mitt.
Þótt það skylt sé þér,
það er ekki þitt.
Þér finnst þú svo margt,
í því eiga.
Að þér finnst í lagi,
finnst þú mega.
Setja útá,
háðsglott senda.
Stundum bíð ég bara,
þú munir benda.
Þér finnst ég kannski,
óhæf móðir.
En mundu elsku frænka/amma,
að engir eru algóðir.
Þó ég stundum sýnist kjáni,
Asnaleg og jafnvel bjáni.
Ef barnið hjalar, brosir létt.
Þá hlýt ég að gera eitthvað rétt!
Stundum má líka sleppa að dæma
og með því aðra frá sér flæma.
Stundum má sitja á sínu bulli,
sitja á því öllu eins og ormur á gulli.
Ef hjálp vantar mig,
þá veistu ég hjálp þigg.
Ég treysti á þig.
Þú svo göfug og dygg.