Manstu
Manstu,
endur fyrir löngu.
Þú varst ennþá lítill drengur,
ég var ennþá lítil stelpa.

Manstu,
þegar heimurinn var okkar.
Þegar blár himininn
sópaði burt skýjabreiðunum,
sólin kinkaði kolli.
Fjöllin lyftu tindrandi kollhúfum
okkur til heiðurs.
Grænir glitrandi fiskar
máluðu náttúrunnar fegurstu ljóð.

Manstu,
löngu seinna.
Þegar sólin kvaddi,
og þú færðir mér tunglið.
Þegar ég leiddi þig.
Ekki til að leita að neinu,
nema kannski þér.
Augun þín í mínum
mín í þínum.
Löng svört bráhárin
riddarar gimsteinanna.
Bikasvartir í eilífð hugans.
Þú varst ég
og ég var þú.
Spegilmynd okkar rann saman.
Eining. Heild.
Heitur andardráttur þinn hluti af mér
og ég var að eilífu horfin.  
Hrafnhildur Anna Runolfsdottir
1991 - ...


Ljóð eftir Hrafnhildi Önnu Runolfsdottur

Manstu
Ég er þín
Tveir hvítir svanir