

Skriðdrekinn urgar og mylur klappir og mold,
mannabústaði,hamborgarskilti ,og lifandi hold,
í sömu kássuna,kvika og dauða í senn,
eins og hann sé skaparinn sem fann upp menn.
Hann kallar fram ómennskar verur sem gutla með blóð,
Og út úr pústkerfi hans býr landið sem rjúkandi glóð.