þokan
Þokan er svo þykk ég sé ekkert sem er mitt
Heng á bláþræði tel allt þetta vera smáræði
Hrek í burtu sem mér er skylt þunga dóma mér er birt
En sálina rólega hef ég myrt
Enginn kemst að hver og einn er með sama svar
Byrjaðu nýjan dag þú hefur þitt egið val
En í dvala ég legst og öllum öðrum ég bregst
Ekkert mér heilagt vildi að ég gæti sett lífið á frest
En hver veit hvað er mér best
Þegar niður komið er sit ég einn með þessa pest  
sigurður
1993 - ...


Ljóð eftir sigurð

Dæmdur af ást
þokan
svo oft
Þú
erfiðir tímar