Síðasti þríbrotinn
Þríbrotinn teygir sig
makindalega
og grefur sig ofan í set
hafsbotnsins
grunlaus um þá staðreynd
að hann er
að deyja út...

Honum er hálf
kalt á halanum,
kólnandi hitafar
í djúpum sjávar,
og ef til vill loftsteinn
á leiðinni,
eða eitthvað annað
sem veldur
útdauða nánast allra
tegunda jarðar.

Ekki eru þó mennirnir
að hrella hann,
eða steikja á
pönnu
með hvítlaukssmjöri
né heldur
að sópa burt
heimkynnum hans
með
botnvörpuveiðum...

Enda mannkynið ekki
ennþá orðið
til...
 
Ingibjorg Elsa Bjornsdottir
1966 - ...


Ljóð eftir Ingibjorgu Elsu Bjornsdottur

Milton og Galileo
Síðasti þríbrotinn
Heimskautafarinn