Heimskautafarinn
Allir hundarnir hafa verið étnir.
Engin auð síða er eftir í dagbókinni
og orðaperlur hylja
ljósmynd eiginkonunnar.
Hann festir myndina
með dagsetningu dagsins
með því að stinga perlu í gegn
og mynda fæðingarblett á kinninni.
Næst kemur röðin
að mynd systur hans.
Hann hlífir henni ekki heldur:
Málið snýst um
hvaða breiddarbaug hann hefur náð!
Kolbrandurinn svartur
læðist upp fótlegginn, eins og
nælonsokkabuxur ungrar stúlku
úr kabarettinum.  
Ingibjorg Elsa Bjornsdottir
1966 - ...


Höfundur: Josif Brodky, 22 júlí árið 1978. Úr ljóðasafninu Til Úraníu. Íslensk þýðing Ingibjörg Elsa Björnsdóttir.


Ljóð eftir Ingibjorgu Elsu Bjornsdottur

Milton og Galileo
Síðasti þríbrotinn
Heimskautafarinn