

Agndofa vofan læðist aftan að mér,
kaldur andblær, fyrsti september.
Einn svartur steinn í hafið fer,
sem og koldimm tár í hendi mér.
Rykfallin kista nú tilbúin er,
sígur hún hægt -ofan í jörðina fer.
Veröldin brotin, á eftir sér
aðeins ég, þá ást er þú kenndir mér.
Ég hef lífið lært,
hvað hjartað veit,
-skiptir ei neitt.
Það er aðeins eitt,
sem vökva þarf,
trega gleymskunarhaf
Kenndir eitt bros er myrkrað var,
breyst gat í sólargeisla jarðar,
kenndir þá elsku er ferðast um mar
og breytist með tímanum, fortíðarfar.
Ég hef lífið lært,
hvað hjartað veit,
-skiptir ei neitt.
Það er aðeins eitt,
sem vökva þarf,
trega gleymskunarhaf
kaldur andblær, fyrsti september.
Einn svartur steinn í hafið fer,
sem og koldimm tár í hendi mér.
Rykfallin kista nú tilbúin er,
sígur hún hægt -ofan í jörðina fer.
Veröldin brotin, á eftir sér
aðeins ég, þá ást er þú kenndir mér.
Ég hef lífið lært,
hvað hjartað veit,
-skiptir ei neitt.
Það er aðeins eitt,
sem vökva þarf,
trega gleymskunarhaf
Kenndir eitt bros er myrkrað var,
breyst gat í sólargeisla jarðar,
kenndir þá elsku er ferðast um mar
og breytist með tímanum, fortíðarfar.
Ég hef lífið lært,
hvað hjartað veit,
-skiptir ei neitt.
Það er aðeins eitt,
sem vökva þarf,
trega gleymskunarhaf