Sigling með Draugaskipinu
Við áttum tíma, sem að sigldum við saman..Draumur minn var, að við værum á sömu leið.
Skjólið, þar sem góðar stundir við áttum..Mig grunaði aldrei að gjaldið yrði svo mikil kvöl.
Þú skyldir mig eftir, með rýting í hjarta..Ég vissi ei heldur að þú varst með allt önnur plön.
Ég trúði að við, værum ætluð hvort öðru..trúði því líka að mitt hjarta væri öruggt hjá þér.

"draugurinn minn"!
Þú vildir framhjá mér..þrátt fyrir allt sem sýndir þú mér..
ég hélt við yrðum samferða.

„draugurinn minn"! Þvílíkur kjáni ég var, því ég trúði öllu sem sagðir þú mér..

Því hugsa ég nú..af hverju "draugurinn minn"?

Þar kom sá tími..sem við héldum í sundur..viðkvæmu sálunum sem þá hent var á bál..

Það var á loganna skeiði,sem mér fannst tilveran hrynja..fannst stundum í draumi..að þú værir enn hér hjá mér.

„Draugurinn minn"
Þú vildir burt frá mér..
En svo skín aftur SÓLIN sem lýsir upp veginn..ég reis upp úr stónni og gekk áfram minn veg.

Ástin í fyrstu var blind, en úr fjarlægðinni ég í gegnum hjarta mitt sá..hve mikill kjáni ég var..Það var ekkert að marka þig..
"draugurinn minn"!

Þú vildir burt frá mér..

Nú veit ég betur..því dálítið þú kenndir mér..

„draugurinn minn"!
Ég stend best með sjálfri mér...
(Dreki, 2012)
 
Dreki
1968 - ...


Ljóð eftir Dreka

Hjartaþjófur
Sigling með Draugaskipinu