að vera, eða ekki vera...
ég er staddur í leikriti
sem mig langar ekki að sjá
leikritið heitir líf mitt
ég stend upp en til
beggja hliða
situr fólk og klappar
ljósameistararnir og
hönnuðir sviðsmyndar
eiga fullt í fangi
leikararnir fumlausir
fara með rullununa
að vera eða ekki vera
hvað er andskotans málið
að vera og ekkert gera
bið eftir hléi er tálsýn
maulaðu bara molann
sem þér var gefið
baulaðu inn í þér
á leikstjórann
og á liðið sem situr
til beggja handa
sussar og horfir á þig
klappar þér lof í lófa
er leggjast rauð tjöldin
fyrir augum
og ljósin slokkna
eitt andartak
áttarðu þig að
vera var ekki málið
heldur fara..
sem mig langar ekki að sjá
leikritið heitir líf mitt
ég stend upp en til
beggja hliða
situr fólk og klappar
ljósameistararnir og
hönnuðir sviðsmyndar
eiga fullt í fangi
leikararnir fumlausir
fara með rullununa
að vera eða ekki vera
hvað er andskotans málið
að vera og ekkert gera
bið eftir hléi er tálsýn
maulaðu bara molann
sem þér var gefið
baulaðu inn í þér
á leikstjórann
og á liðið sem situr
til beggja handa
sussar og horfir á þig
klappar þér lof í lófa
er leggjast rauð tjöldin
fyrir augum
og ljósin slokkna
eitt andartak
áttarðu þig að
vera var ekki málið
heldur fara..