

Ég festist í vef þínum,
eins og bjargarlaus fluga.
Þú eitraðir allt í huga mínum,
að flýja frá þér var ei smuga.
Með klóm þínum þú krafsaðir,
og kramdir mína sál.
Á örskotstundu hafðir þú,
tekið burt mitt mál.
Ég var orðin þræll þinn,
og líkt og nakin um ég gekk.
Enn í dag ég fyrir þér finn,
hver einasta snerting á mig fékk.
Haturinn blundar í huga mér,
er minningin drepur á dyr.
Þá sit ég stjörf og jökulköld..
ég man þig sem aldrei fyrr.
eins og bjargarlaus fluga.
Þú eitraðir allt í huga mínum,
að flýja frá þér var ei smuga.
Með klóm þínum þú krafsaðir,
og kramdir mína sál.
Á örskotstundu hafðir þú,
tekið burt mitt mál.
Ég var orðin þræll þinn,
og líkt og nakin um ég gekk.
Enn í dag ég fyrir þér finn,
hver einasta snerting á mig fékk.
Haturinn blundar í huga mér,
er minningin drepur á dyr.
Þá sit ég stjörf og jökulköld..
ég man þig sem aldrei fyrr.