Himnaríki
Hver er nú æðsta ósk draumanna þinna,
hamingja,gleði,sátt,sæla,góð vinna,
paradís,kærleikur,friður og ljós
regnbogi,gullkista,flott spiladós.

Er fullkomið lífið í himnaríki,
friður og ró,kannski engill með kíki.
Kannski er ekkert langt að leita,
kannski þarf litlu að breyta.

Ef fengir eina hreina sýn,
tær birta lýsti upp augun þín,
þú myndir byrja að lifa að nýju,
upplifðir lífsins hlýju.

Hvar færðu kaffibolla með rjóma,
fallega músík,fegurstu hljóma,
sólsetrið fallega,rauð og bleik skýin,
eldfjöllin öll með vínrauðan gíginn.

Líttu þér nær,svarið það er hér,
vaknaðu nú,rankaðu við þér
skoðaðu málið,svarið er inni,
í sérhverjum manni,sérhverju sinni.
 
Davíð
1980 - ...


Ljóð eftir Davíð

Ekkert
Hver er
Gasprandi
Gamlárskvöld
töfrabragð
Himnaríki
Listin að lifa
Sambönd