Hofsós haustkvöld
Það er eitthvað svo himneskt við Hofsós
á haustin sem heillar mig
Hofsárniður og höfnin
og Þórðarhöfði sem felur sig.
Því hann vill ekki skyggja á Drangey
sem í sólsetrinu nýtur sín
tíminn stöðvast og hjartað ei slær
er síðasti sólargeislinn kveður -
og Drangey hún sefur vær.
Ég vil anda að mér töfrunum
sem liggja í loftinu
hlusta á þögnina - mína hinstu stund
því ekkert fær skákað fegurðinni
á Hofsós haustkvöldi við Bjarkarlund.
Leyfðu mér að blómstra, vor,
og ég mun fagna þér
eins og gamall maður skeggi sínu.
Leyfðu mér að stafsetja
líf mitt á minn ranga hátt
á hráa og heita æskustrengi
eins og smáfalskt hljóðfæri
sem var aldrei almennilega stillt.
Leyfðu mér, leyfðu mér,
og ég mun vanda innslátt hjarta míns.
á haustin sem heillar mig
Hofsárniður og höfnin
og Þórðarhöfði sem felur sig.
Því hann vill ekki skyggja á Drangey
sem í sólsetrinu nýtur sín
tíminn stöðvast og hjartað ei slær
er síðasti sólargeislinn kveður -
og Drangey hún sefur vær.
Ég vil anda að mér töfrunum
sem liggja í loftinu
hlusta á þögnina - mína hinstu stund
því ekkert fær skákað fegurðinni
á Hofsós haustkvöldi við Bjarkarlund.
Leyfðu mér að blómstra, vor,
og ég mun fagna þér
eins og gamall maður skeggi sínu.
Leyfðu mér að stafsetja
líf mitt á minn ranga hátt
á hráa og heita æskustrengi
eins og smáfalskt hljóðfæri
sem var aldrei almennilega stillt.
Leyfðu mér, leyfðu mér,
og ég mun vanda innslátt hjarta míns.