Kæra Kata
Mín kæra Kata!
Þú kysstir mig á kollinn
Og kyrjaðir okkar kveðjusöng
Við kvöddumst í dökkblárri lyftu
Lífsleið þín varð dimm og þröng
Ég hélt áfram mína leið
Gleymdi að hafa á þér auga
Ég sá þig síðar með félögum þínum
Lyfin höfðu breytt ykkur í drauga
Þetta var rigningardagur drungalegur
Ég dró frá gluggum á Snorrabraut
Þú varst í rifnum buxum og karlmannsskyrtu
Föl, með bauga og gegnblaut
Ég frétt að þú hefðir tekið þig á
Ég vona að þú haldir strikinu
Við töluðum aldrei mikið saman
En áttum ljúfar stundir á Prikinu
Ást og friður Daði G.
Þú kysstir mig á kollinn
Og kyrjaðir okkar kveðjusöng
Við kvöddumst í dökkblárri lyftu
Lífsleið þín varð dimm og þröng
Ég hélt áfram mína leið
Gleymdi að hafa á þér auga
Ég sá þig síðar með félögum þínum
Lyfin höfðu breytt ykkur í drauga
Þetta var rigningardagur drungalegur
Ég dró frá gluggum á Snorrabraut
Þú varst í rifnum buxum og karlmannsskyrtu
Föl, með bauga og gegnblaut
Ég frétt að þú hefðir tekið þig á
Ég vona að þú haldir strikinu
Við töluðum aldrei mikið saman
En áttum ljúfar stundir á Prikinu
Ást og friður Daði G.