Það liggur ljóst fyrir
Brotin safnast saman nú sé ég
allt mun betur
heildarmyndin - auðlesin
þar sem áður var óséð letur
Rifja upp fyrri tilvistir sem fanga
hug minn og sína
frá því ég varð steinn
og svo alla þróunarsögu mína
Allt upphaf liggur ljóst fyrir
í mínum augum
langt frá stóra hvelli
og heilögum geislabaugum
Heiminn skil til fulls
skynja himin og hel
fæðist ei framar
og hvergi framar dvel
Milli fjarlægra fjalla, frjáls
og milli þrengstu þrengsla
allslaus, aldrei, hvergi
og án nokkurra tengsla
Alls sat ég óáreittur
ótal aldir, hugsun sára
en að lokum - ein stök bára
lék á sjálfskapaðan heimsins ára
Náði raunveruleikanum
varð að sannleikanum
allsstaðar reikaði um
fullkominn í fullkomnleikanum.
allt mun betur
heildarmyndin - auðlesin
þar sem áður var óséð letur
Rifja upp fyrri tilvistir sem fanga
hug minn og sína
frá því ég varð steinn
og svo alla þróunarsögu mína
Allt upphaf liggur ljóst fyrir
í mínum augum
langt frá stóra hvelli
og heilögum geislabaugum
Heiminn skil til fulls
skynja himin og hel
fæðist ei framar
og hvergi framar dvel
Milli fjarlægra fjalla, frjáls
og milli þrengstu þrengsla
allslaus, aldrei, hvergi
og án nokkurra tengsla
Alls sat ég óáreittur
ótal aldir, hugsun sára
en að lokum - ein stök bára
lék á sjálfskapaðan heimsins ára
Náði raunveruleikanum
varð að sannleikanum
allsstaðar reikaði um
fullkominn í fullkomnleikanum.
Sagt er að Daði hafi ritað þessi orð árið 1998 þegar tilraunir hans með meskalín, jarðaberjasjeik, THC og lestur á Dhammapada fékk hann til að trúa því að hann væri búinn að ná því ástandi að verða sannur Brahman (eins og upphafsstafir hvers vers benda til). Síðar átti hann eftir að kynnast meistara Jakob og sjá að sjálfsmat hans var rangt og að enn væri löng ferð fyrir höndum - ferðalag sem hann sinnir nú eftir bestu getu.