Unglingar og börn
Við horfðum bæði á skjáinn
í gærkvöldi, tvö ein saman
Hún sjálfa sig þar mátti sjá
var feimin - en fannst samt gaman

Þátturinn var um Íslands börn
veikleika þeirra og styrki
í sínum vanda þau eiga stoð
- um stoðina þá ég yrki

Foreldrar, kennarar, hjúkkur
allir vilja að hjálpast
rauður kross og sálfræðingar
þeim sem út af leið álpast

Sálfræðing einn ég þekki
sem nær til barnanna vel
hjálpar þeim að finna sig
og komast út úr sinni skel

Vonir mínar við æsku Íslands
ég sterklega og innilega bind
að þeir sjá sama og ég gerði -
þeir geta fengið hjálp við sína sjálfsmynd

Hjálpin er til staðar í lærðu fagfólki
yndislegu og léttu á brá og brún
af þessu fólki þykir mér vænst um
stúlkuna sem ég kalla Sólrún


 
ArnarsA
1968 - ...
Samið 14 og 15 nóvember, 2002, til yndislegrar manneskju sem lætur sig málin skipta..


Ljóð eftir ArnarsA

Vitinn í landi
Unglingar og börn
Glimp in the eye
Nærvera, snerting . . . ORÐ
Áhrif
Þegar þær sofna..