Ísafold úr greipum dauðans
Í miðjum dauðans
hönd þín
mýkri en vatn

og armur þinn
sem ljóstaug
upp á þurrt.

Lokuð sund
- en opinn
lófi þinn

ber Ísafold
úr greipum dauðans
burt.  
Ísak Harðarson
1956 - ...
Úr bókinni <a href="http://edda.is/?pid=456" target="new">Hjörturinn skiptir um dvalarstað</a>.
Forlagið, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Ísak Harðarson

Stjörnur yfir Stokkseyri
Ísafold úr greipum dauðans
Vatnið er til þess að ganga á