Stjörnur yfir Stokkseyri
Tunglið veður í skýjum
upp að hnjám
til að verma á sér tærnar
og þorpið sefur
í faðmi einhvers
sem það þekkir ekki.
Hátt yfir lágum þökum og símastaurum
blikandi ljós
í rofum skýjanna.
Stjörnur yfir Stokkseyri:
augu englanna,
náð yfir mönnunum.
Allt er ákveðið
allt löngu ákveðið
- einnig þessi nótt.
Og þorpið sefur vært
í hlýjum faðmi hans
sem það þekkir ekki.
upp að hnjám
til að verma á sér tærnar
og þorpið sefur
í faðmi einhvers
sem það þekkir ekki.
Hátt yfir lágum þökum og símastaurum
blikandi ljós
í rofum skýjanna.
Stjörnur yfir Stokkseyri:
augu englanna,
náð yfir mönnunum.
Allt er ákveðið
allt löngu ákveðið
- einnig þessi nótt.
Og þorpið sefur vært
í hlýjum faðmi hans
sem það þekkir ekki.
Úr bókinni <a href="http://edda.is/?pid=456" target="new">Hjörturinn skiptir um dvalarstað</a>.
Forlagið, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.
Forlagið, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.