Móses fer í stórmarkaðinn
Af hverju ætti ég að vilja
hnoðast með ókunnugum gimbrum?
Hversu fjarlægt
er mér meyjarblómið,
samt bara hinum megin
við afgreiðsluborðið.
Ó, áratugir í eyðimörkinni!
Ef öll auglit mín samanlögð
væru viðskiptavinir á sama tíma
fengi ég massífan hópafslátt
og afkomendur mínir næðu
stjörnunum að tölu.
En fögru ungmeyjarnar
sem ég sé í stórmörkuðunum
eru aðeins fagurskapaðar tálsýnir
sem stimpla inn frosna kjöthleifa mína
jól eftir jól, boð eftir boð,
fyrir vikukaup af glimmeri.
Ó, villiljós frá vötnum ykkar
í minni kynsveltu eyðimörk!
hnoðast með ókunnugum gimbrum?
Hversu fjarlægt
er mér meyjarblómið,
samt bara hinum megin
við afgreiðsluborðið.
Ó, áratugir í eyðimörkinni!
Ef öll auglit mín samanlögð
væru viðskiptavinir á sama tíma
fengi ég massífan hópafslátt
og afkomendur mínir næðu
stjörnunum að tölu.
En fögru ungmeyjarnar
sem ég sé í stórmörkuðunum
eru aðeins fagurskapaðar tálsýnir
sem stimpla inn frosna kjöthleifa mína
jól eftir jól, boð eftir boð,
fyrir vikukaup af glimmeri.
Ó, villiljós frá vötnum ykkar
í minni kynsveltu eyðimörk!
Í dag þarf allt að vera á einhverju rófi. Litróf, stafróf, einhverfuróf.. ljóðróf? En ég spyr þegar ég viðra þessa hugmynd, erum við ekki alltaf á einhverri göngu með rófunum okkar? Áður en það kemur áminningarblettur á gólfin eða eitthvert húsgagnið.