Nýi nágranninn
Þegar ég vaknaði
með andfælum í morgun
sat Gyrðir Elíasson
með svarthvít axlabönd
á rúmstokknum hjá mér,
hann var ekki í raunstærð,
svona um það bil 1/6 af henni,
þetta veit ég því ég
mætti honum einu sinni
í verslunarmiðstöðinni Austurveri
(ég held það hafi verið hann).
Þá rifjaðist upp fyrir mér
að mig hafði dreymt
að ég væri í endurteknum glímum
við sama Gyrði Elíasson
lengst úti í geimnum
upp á síðasta súrefnistankinn.
Og við ferðuðumst þannig í gegnum
öll ljóðin sem hann hefur samið.
Gerður Kristný og Hallgrímur Helgason
fylgdust undrandi með átökunum
og líktust helst tveimur tunglum
undan móðum gluggum geimfarsins
og héldu greinilega með Gyrði.
Æ, hann beitir mig
tvíbreiðu (svig)rúmi! sagði ég
en dómararnir litu undan.
Hann vann mig í hvert sinn auðvitað,
svo ég flúði undan gangandi íkornum
og skrautdansi blindfugla/svartfugla,
og sökk ofan í upplitað myrkur
og hitti þar hina nöktu forvera mína.
Svo vaknaði ég í rúminu með andfælum.
Þarna sat hann nú á enda rúmsins
og sagði ekki neitt,
hefur eflaust séð
ljóðabókina eftir sig
á náttborðinu, því þegar
ég spurði hann hvaðan
hann fengi hugmyndir sínar
umbreyttist hann í
laufabrauðsskurðarjárn
sem glampaði úr nálægri sveit.
Þegar ég dró rúllugardínuna hálfa upp
af suðurglugganum sá ég mér til undrunar sítrónuvið vaxa þar
og Gyrði Elíasson milli trjánna.
Hann var í óða önn
að bera húsgögnin sín inn
í gult hús ofar í götunni.
Ég súmmaði inn eins og ég gat
með stírurnar enn þá í augunum
og hleypti af flassinu innra með
til að veiða þetta óeldaða hráfiski
upp úr saltstaukum Kyrrahafanna.
Svo tók ég nokkrar sjálfsmyndir.
Ég skoðaði myndirnar á skjánum.
Þær voru allar af Gyrði
á bak við maríugler.
Hann starði beint inn í linsuna.
með andfælum í morgun
sat Gyrðir Elíasson
með svarthvít axlabönd
á rúmstokknum hjá mér,
hann var ekki í raunstærð,
svona um það bil 1/6 af henni,
þetta veit ég því ég
mætti honum einu sinni
í verslunarmiðstöðinni Austurveri
(ég held það hafi verið hann).
Þá rifjaðist upp fyrir mér
að mig hafði dreymt
að ég væri í endurteknum glímum
við sama Gyrði Elíasson
lengst úti í geimnum
upp á síðasta súrefnistankinn.
Og við ferðuðumst þannig í gegnum
öll ljóðin sem hann hefur samið.
Gerður Kristný og Hallgrímur Helgason
fylgdust undrandi með átökunum
og líktust helst tveimur tunglum
undan móðum gluggum geimfarsins
og héldu greinilega með Gyrði.
Æ, hann beitir mig
tvíbreiðu (svig)rúmi! sagði ég
en dómararnir litu undan.
Hann vann mig í hvert sinn auðvitað,
svo ég flúði undan gangandi íkornum
og skrautdansi blindfugla/svartfugla,
og sökk ofan í upplitað myrkur
og hitti þar hina nöktu forvera mína.
Svo vaknaði ég í rúminu með andfælum.
Þarna sat hann nú á enda rúmsins
og sagði ekki neitt,
hefur eflaust séð
ljóðabókina eftir sig
á náttborðinu, því þegar
ég spurði hann hvaðan
hann fengi hugmyndir sínar
umbreyttist hann í
laufabrauðsskurðarjárn
sem glampaði úr nálægri sveit.
Þegar ég dró rúllugardínuna hálfa upp
af suðurglugganum sá ég mér til undrunar sítrónuvið vaxa þar
og Gyrði Elíasson milli trjánna.
Hann var í óða önn
að bera húsgögnin sín inn
í gult hús ofar í götunni.
Ég súmmaði inn eins og ég gat
með stírurnar enn þá í augunum
og hleypti af flassinu innra með
til að veiða þetta óeldaða hráfiski
upp úr saltstaukum Kyrrahafanna.
Svo tók ég nokkrar sjálfsmyndir.
Ég skoðaði myndirnar á skjánum.
Þær voru allar af Gyrði
á bak við maríugler.
Hann starði beint inn í linsuna.
Gyrðir, fyrirgef mér, því ég veit ekki hvað ég gjöri. Orð mín eru skurðhnífar í ólærðum barnshöndum. Eins þó ég sendi þér broskall, grætur hann samt.