Herhvöt úr norðri
Þú sem býrð með eyju í hjartanu
og víðáttur geimsins
stétt undir iljunum:

Réttu mér norðurljósin!
Ég ætla að dansa við unglinginn
sem heldur á stjörnunum.

Við roðflettum myrkrið
og afhausum eymdina.  
Einar Már Guðmundsson
1954 - ...
Úr bókinni <a href="http://edda.is/?pid=460" target="new">Ljóð 1980-1995</a>.
Mál og menning, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Einar Má Guðmundsson

Jólaljóð
Sagnaþulurinn Hómer
Herhvöt úr norðri
in memoriam