Sagnaþulurinn Hómer
Eitt regnþungt síðdegi,
á skipi úr víðförlum draumi,
kom sagnaþulurinn Hómer til Reykjavíkur.
Hann gekk frá hafnarbakkanum
og tók leigubíl sem ók með hann
eftir regngráum götum
þar sem dapurleg hús liðu hjá.
Við gatnamót sneri sagnaþulurinn Hómer
sér að bílstjóranum og sagði:
?Hvernig er hægt ímynda sér
að hér í þessu regngráa
tilbreytingarleysi búi söguþjóð??
?Það er einmitt ástæðan,? svaraði bílstjórinn,
?aldrei langar mann jafn mikið
að heyra góða sögu og þegar droparnir
lemja rúðurnar.?
þegar droparnir lemja rúðurnar
og þokan sem liðast inn flóann
hylur jafnt fjöllin og hafið,
ekkert í frásögur færandi
nema krapið á götunum,
enginn seiðandi söngur,
engin syngjandi sól,
aðeins fótspor sem hverfa
einsog regnið í hafið,
í tómið og vindinn
sem syngur og blæs . . .
Sveipaður gráma
líður tíminn um stræti,
einstaka fugl svífur
draumlaust um bæinn,
regnslæður skýja
herpast um hálsinn
og náttmyrkrið hellist
sem net yfir heiminn.
Maður siglir í bát út á hafið,
það er syngjandi alda,
það er sofandi hús,
segl sem er undið í draumi,
heimurinn bylgjast
um svartan sæ
og ljósin líða
sem logar um stræti.
á skipi úr víðförlum draumi,
kom sagnaþulurinn Hómer til Reykjavíkur.
Hann gekk frá hafnarbakkanum
og tók leigubíl sem ók með hann
eftir regngráum götum
þar sem dapurleg hús liðu hjá.
Við gatnamót sneri sagnaþulurinn Hómer
sér að bílstjóranum og sagði:
?Hvernig er hægt ímynda sér
að hér í þessu regngráa
tilbreytingarleysi búi söguþjóð??
?Það er einmitt ástæðan,? svaraði bílstjórinn,
?aldrei langar mann jafn mikið
að heyra góða sögu og þegar droparnir
lemja rúðurnar.?
þegar droparnir lemja rúðurnar
og þokan sem liðast inn flóann
hylur jafnt fjöllin og hafið,
ekkert í frásögur færandi
nema krapið á götunum,
enginn seiðandi söngur,
engin syngjandi sól,
aðeins fótspor sem hverfa
einsog regnið í hafið,
í tómið og vindinn
sem syngur og blæs . . .
Sveipaður gráma
líður tíminn um stræti,
einstaka fugl svífur
draumlaust um bæinn,
regnslæður skýja
herpast um hálsinn
og náttmyrkrið hellist
sem net yfir heiminn.
Maður siglir í bát út á hafið,
það er syngjandi alda,
það er sofandi hús,
segl sem er undið í draumi,
heimurinn bylgjast
um svartan sæ
og ljósin líða
sem logar um stræti.
Úr bókinni <a href="http://edda.is/?pid=460" target="new">Ljóð 1980-1995</a>.
Mál og menning, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.
Mál og menning, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.