

Ég hef vaxið í nóttinni,
svartir logar innan frá.
Sökkvandi uppsjávarskip teiknuðu
andlit þitt á hæstu öldurnar
og tölfræði og fordómar
urðu að einu í fálmandi höndum mínum.
Þú hreyfðist fyrir framan nútímann.
Á sama tíma:
Skriðkvikindi og náttfiðrildi fundu ljós
bak við sendiför mína út í eilífðina.
svartir logar innan frá.
Sökkvandi uppsjávarskip teiknuðu
andlit þitt á hæstu öldurnar
og tölfræði og fordómar
urðu að einu í fálmandi höndum mínum.
Þú hreyfðist fyrir framan nútímann.
Á sama tíma:
Skriðkvikindi og náttfiðrildi fundu ljós
bak við sendiför mína út í eilífðina.