Dansinn
Dansinn

Vorið stígur sinn
fyrsta dans
það tiplar á tánum
inn á sviðið
hægt og hljótt
svo veturinn vakni
ekki aftur.
hann rumskaði áðan
þegar brast í
þreyttum fjölum baksviðs
hreytti út úr sér
kaldri kveðju
sem fljótt varð
að engu
áfram
heldur vorið
dansinum
stígur létt spor
í gleði sinni
og ánægju
í salnum sitja
sóleyjar og fíflar
feimnar
með blómknúbbinn
falinn undir laufblaði
þau langar að brosa
en vorið hefur ekki enn
tekið sín síðustu spor.



Icebone
á sólríkum degi í maí 2012

 
Stefán Ómar Jakobsson
1960 - ...


Ljóð eftir Stefáni Ómari Jakobssyni

Dansinn
Hríslurnar
Sefnæm þögn