Hríslurnar
Hríslurnar.

Þær heilsuðu mér
hryssingslega
brúnleitu hríslurnar
berar að ofan.
Veturinn hafði
klætt þær í
gegnsæ pils
og lofað
sólríku sumri.
Hver hefði haldið
að veturinn
væri sannsögull
eftir það
sem á undan
er gengið.
Maðurinn segir
sjaldan satt
og veturinn
hefur hlaupið
til liðs
við hann

Icebone
apríl 2015
 
Stefán Ómar Jakobsson
1960 - ...


Ljóð eftir Stefáni Ómari Jakobssyni

Dansinn
Hríslurnar
Sefnæm þögn