Ákall
Heyr vorar bænir, öræfaandi
óspilltra fjalla.
Gef þú oss mátt til að geyma þinn fjársjóð
um grundir og hjalla.
Laufgaðir bakkar, lágvaxinn gróður,
lindir sem kliða,
burkni í skoru og blóm í lautu,
biðja sér griða.  
Hákon Aðalsteinsson
1935 - ...
Úr bókinni <a href="http://www.horpuutgafan.is/ljod/index.html" target="new">Imbra</a>.
Hörpuútgáfan, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Hákon Aðalsteinsson

Fjallganga
Laugar í Reykjadal
Ákall