trú
á annasömum tímum ákvað ég að eiga
stutta göngu um morguninn í skóginum
það var ekki enn orðið alveg bjart þá
og myrkur huldi hverja sprungu og dæld
á gangi inn um stórvaxin trén rakst ég á
yfirgefna og opna bók á miðjum veginum
ég tók hana upp og þrátt fyrir hún væri
illa farin sá ég að þetta hafði verið biblía
stafirnir voru máðir eftir vætusama nótt
og sums staðar vantaði nú heilu síðurnar
skýin hreyfðust varlega yfir veginum
og hljóður vindur fór um skugga trjánna
ég lagði bókina aftur þar sem hún fannst
og hvarf bak við næsta horn á vegi mínum
stutta göngu um morguninn í skóginum
það var ekki enn orðið alveg bjart þá
og myrkur huldi hverja sprungu og dæld
á gangi inn um stórvaxin trén rakst ég á
yfirgefna og opna bók á miðjum veginum
ég tók hana upp og þrátt fyrir hún væri
illa farin sá ég að þetta hafði verið biblía
stafirnir voru máðir eftir vætusama nótt
og sums staðar vantaði nú heilu síðurnar
skýin hreyfðust varlega yfir veginum
og hljóður vindur fór um skugga trjánna
ég lagði bókina aftur þar sem hún fannst
og hvarf bak við næsta horn á vegi mínum