trú
á annasömum tímum ákvað ég að eiga
stutta göngu um morguninn í skóginum

það var ekki enn orðið alveg bjart þá
og myrkur huldi hverja sprungu og dæld

á gangi inn um stórvaxin trén rakst ég á
yfirgefna og opna bók á miðjum veginum

ég tók hana upp og þrátt fyrir hún væri
illa farin sá ég að þetta hafði verið biblía

stafirnir voru máðir eftir vætusama nótt
og sums staðar vantaði nú heilu síðurnar

skýin hreyfðust varlega yfir veginum
og hljóður vindur fór um skugga trjánna

ég lagði bókina aftur þar sem hún fannst
og hvarf bak við næsta horn á vegi mínum  
Úr pípu kamelljónsins
1970 - ...


Ljóð eftir Úr pípu kamelljónsins

Höfuð mannsins
Sæljón bernskunnar
Gjöreyðingarferli tvö
Fullnæging
P
einsog í draumi
eins brauð
(a)tóm skáld
ungskáld
eftir næsta stríð
nei tómas
synir getuleysis
mansöngur
ljod.is
ÚLMA 3
undur náttúrunnar
ritstífla
það síðasta og sísta í bókinni
um vin í eyðimörk
Samkvæmið
óminnið
vögguljóð/ *
expressíónistarnir
heitt myrkur
gamli
á götunum
apinn í eden
máttur málfræðinnar
Ávöxtun í trjákrónum
apagríman
sumarnótt
...
lítið vor
kannski
börn dauðans
kveðja
út úr kú
Ævi
Mótbárur
Töfraraunsætt helvíti
Bakgarður
1
Skilaboð frá ljósmóðurinni
kaffitími í helvíti
sjónlausar sýnir
Vilji
Skilaboð á hurð
Endadægur
Það vantar fólk
Umkvörtun dagsins
trú
Stuð hressi þig
Síðustu bréfin