Tips til að gleyma ekki hvaða skáp maður er með í ræktinni
1. Legðu númerið á minnið áður
en þú yfirgefur klefann.
2. Vertu alltaf með skáp í sama
fjórðungi / hluta klefans.
3. Ef þú ferð í sund, settu skóna þína
undir skápinn, þá sérðu fljótt hvaða
skáp þú ert með, nema skónum sé stolið.
4. Vertu með áberandi og sérstakan
hengilás, aldrei vera án láss því þá
manstu ekkert hvar þú varst
--(tip 4 og hálft: ekki gleyma
né týna lásnum).
5. Slepptu oddatölum og efri hæð ef mögulegt.
6. Minna tölurnar á eitthvað úr hversdagslífinu?
7. Hittir þú einhvern nálægt skápnum
áður en þú fórst inn? Reyndu að flétta
númer skápsins inn í samræðurnar ef mögulegt
(t.d. ,,manstu eftir Pizza 67?'' eða
,,Bjó fyrrverandi mágur þinn ekki í Rauðagerði 16?''
8. Festu lykilinn að lásnum við hendina á þér
eða geymdu hann í skónum, þá týnist hann ekki.
9. Samborgarar þínir eru oft hjálpsamir og
skilningsríkir og geta aðstoðað við leitina
ef þú ert búinn að klúðra þessu gjörsamlega.
en þú yfirgefur klefann.
2. Vertu alltaf með skáp í sama
fjórðungi / hluta klefans.
3. Ef þú ferð í sund, settu skóna þína
undir skápinn, þá sérðu fljótt hvaða
skáp þú ert með, nema skónum sé stolið.
4. Vertu með áberandi og sérstakan
hengilás, aldrei vera án láss því þá
manstu ekkert hvar þú varst
--(tip 4 og hálft: ekki gleyma
né týna lásnum).
5. Slepptu oddatölum og efri hæð ef mögulegt.
6. Minna tölurnar á eitthvað úr hversdagslífinu?
7. Hittir þú einhvern nálægt skápnum
áður en þú fórst inn? Reyndu að flétta
númer skápsins inn í samræðurnar ef mögulegt
(t.d. ,,manstu eftir Pizza 67?'' eða
,,Bjó fyrrverandi mágur þinn ekki í Rauðagerði 16?''
8. Festu lykilinn að lásnum við hendina á þér
eða geymdu hann í skónum, þá týnist hann ekki.
9. Samborgarar þínir eru oft hjálpsamir og
skilningsríkir og geta aðstoðað við leitina
ef þú ert búinn að klúðra þessu gjörsamlega.