senn kemur vorið yfir sæinn

árla vetrar ökuteppa lagði
æðarhnúta borgar stræti fræsar
rauðum skónum fröken út í æsar
óðarmála svanni enn þá þagði

tjörnin vaknar vorsins til af bragði
varnarlausrar reykjavíkurgæsar
en upp til hópa allar eru næsar
endur fæddar borgarskáldið sagði

kvosinni djúpt í kraumar þungur blús
kviðurinn víkur fótum troðinn niður
þar liggja súlur þínar höfuðborg

glennir upp skjáinn skækja tekin fús
sköpum má eigi renna loks er friður
hvíslar þá meyjan hrein ó fögur torg


 
Huxi
1964 - ...


Ljóð eftir Huxa

senn kemur vorið yfir sæinn
andvarp
Suðurfararvísa
Sevilla
#!%$\\&#3\"!=/
Upprisa