23. sálmur Davíðs
Drottinn er minn hirðir hér,
hans hjálp mun aldrei bresta,
að vötnum bláum beinir mér
og bætir þorstann mesta
á okkar fyrstu fundum.

Þótt ég fari um dimman dal,
ég dapran hug ber eigi,
hann huggar mig og hirða skal
svo hvílast sæll ég megi
á fagur grænum grundum.

Þú gagnvart féndum býrð mér borð,
bikar minn þú fyllir,
sproti, stafur og þitt orð
anda minn svo stillir
í þínum mildu mundum.

Sálu mína hressir hann
og heiðan anda gefur,
réttar leiðir leiðir mann
og leitt hann alltaf hefur
stöðugt öllum stundum.

Arkað hef ég æviveg,
auðnusæll og náðar,
greið er leið og gæfuleg
og gjafir þínar báðar:
Lán í Edens lundum.
 
Egill Þórðarson
1949 - ...


Ljóð eftir Egil Þórðarson

Sumir dagar
23. sálmur Davíðs