Tileinka dömunni
Ósamið lag og ljóð

Tileinka dömunni- tónverk án undirleiks
Tif sem að slá ekki -einasta slag
Með sviplausum tilbrigðum- sorgmæddri lífsgleði
Syng ég nú til hennar- alls ekkert lag

flyt- óskrifað ljóð
syng- þögulan óð
gef- galtóman sjóð
og- útbrennda glóð

Með steinrunnri tjáningu- fágaðri framkomu
Flyt handa dömunni- ósamið lag.
orðlausa lífspeki- ómálga hugsanir
Ást sem er framliðin- núna í dag
 
Brynjar
1974 - ...


Ljóð eftir Jóhannsson

Skilningsleysi
Tileinka dömunni