Sjálfið mitt
Ég týndi eitt sinn sjálfri mér
Og hvergi gat mig fundið
Þegar ég fann mig þá gat ég ei
Mig sjálfa niður bundið.
Ég finn ekki tangur né tetur af mér
Tæpast mér gengur að leita
Ef einhver mig finnur eða einhver mig sér
Munið þá hvað ég skal heita.
Ég reyni að lokka mig lifandi heim
En sjálfið mitt vill ekki hlýða
Það flaug burt eitt sinn og fór á sveim
Nú einmana þarf ég að bíða.
Sjálfið mitt heim, það ratar ekki
Svo segðu því ég bíði og bíði enn
Ég vona að ekkert á sjálfi mínu klekki
Og óska þess það komi til mín senn.
Og hvergi gat mig fundið
Þegar ég fann mig þá gat ég ei
Mig sjálfa niður bundið.
Ég finn ekki tangur né tetur af mér
Tæpast mér gengur að leita
Ef einhver mig finnur eða einhver mig sér
Munið þá hvað ég skal heita.
Ég reyni að lokka mig lifandi heim
En sjálfið mitt vill ekki hlýða
Það flaug burt eitt sinn og fór á sveim
Nú einmana þarf ég að bíða.
Sjálfið mitt heim, það ratar ekki
Svo segðu því ég bíði og bíði enn
Ég vona að ekkert á sjálfi mínu klekki
Og óska þess það komi til mín senn.