Svartur skuggi
Svartur skuggi arma vefur,
Sálarlífið í sig grefur.
Er líkaminn sefur,
Ekkert skuggann tefur.

Innst að hjartarótum,
Er þörf á sárabótum.
Ef skuggan við brjótum,
Við frelsið hljótum.

Í hjarta mínu kraumar von,
Bjartsýni bregst þó lon og don.
Ef ég dett, stend upp aftur,
Finn um líkamann streymir kraftur.

Allir vilja ró og frið,
Gerum okkur grið.
Kippum þessu í lið,
Annars í sálina kemur rið.

Hættu svo að kvarta,
Trúðu á ljósið bjarta.
Það mun skína í þitt hjarta,
Og alla líkamsparta.  
Kara Art
1988 - ...
Stígið upp úr þunglyndi


Ljóð eftir Köru

Svartur skuggi
Ástin