Dans á þyrnum
Mannskepnan er hræsnari að eðlisfari.
Allir tala,
enginn framkvæmir.
Enginn talar,
allir framkvæma.
Ekkert skiptir máli,
ekkert er það mikilvægasta í öllum heiminum.
Allt skiptir máli
allt er það ómerkilegasta í öllum heiminum.
Allir eru vinir,
allir bera grímu.
Allir lifa í hatri,
enginn ber grímu.
Gríman er límið sem sameinar okkur,
hún skiptir engu máli.
Gríman er það sem sundrar okkur,
hún skiptir öllu máli.
Hugsanir brenna fyrir okkur brýr,
orð byggja þær aftur upp.
Hugsanir koma okkur upp á hæstu tindi,
orð draga okkur niður í hyldýpi helvítis.
Orð geta þýtt allt,
en á sama tíma nákvæmlega ekki neitt.
Hugsanir eru okkur allt,
þær koma þegar þær eru sem óvelkomnastar,
og kveðja mann þegar maður þarf mest á þeim að halda.
Af hverju að hugsa
þegar maður getur talað?
Af hverju að tala
þegar maður getur hugsað?
Að lifa er að tala,
að hugsa er að deyja.
Af hverju að lifa
þegar maður getur dáið?
Allir tala,
enginn framkvæmir.
Enginn talar,
allir framkvæma.
Ekkert skiptir máli,
ekkert er það mikilvægasta í öllum heiminum.
Allt skiptir máli
allt er það ómerkilegasta í öllum heiminum.
Allir eru vinir,
allir bera grímu.
Allir lifa í hatri,
enginn ber grímu.
Gríman er límið sem sameinar okkur,
hún skiptir engu máli.
Gríman er það sem sundrar okkur,
hún skiptir öllu máli.
Hugsanir brenna fyrir okkur brýr,
orð byggja þær aftur upp.
Hugsanir koma okkur upp á hæstu tindi,
orð draga okkur niður í hyldýpi helvítis.
Orð geta þýtt allt,
en á sama tíma nákvæmlega ekki neitt.
Hugsanir eru okkur allt,
þær koma þegar þær eru sem óvelkomnastar,
og kveðja mann þegar maður þarf mest á þeim að halda.
Af hverju að hugsa
þegar maður getur talað?
Af hverju að tala
þegar maður getur hugsað?
Að lifa er að tala,
að hugsa er að deyja.
Af hverju að lifa
þegar maður getur dáið?