Tæp í Tungunum
Spör á sporin
sem ég þori
vart að taka
út í vorið.

Spjörum fletti,
störf þín létti,
mína hjálpar-
hönd út rétti.

Illt í efni,
ekkert stefni,
endaleysu
það ég nefni.

Björgin búin
burtu flúin
ekkert víst að
heim hún snúi.

Vörin titrar,
tárið glitrar,
mínar sýnir
voru vitrar.

Örm ég blekki
mig og svekki,
sjálfa mig ég
ekki þekki.

Hörð í hjarta
mínu svarta,
því er tæpast
gott að skarta.

Mörgu safna
reyni að dafna,
aldrei sé þá
hvítu hrafna.  
Undur
1984 - ...
Samið árið 2019


Ljóð eftir Undur

Á öndverðum meiði
Tæp í Tungunum