Yfirismi
Ég er mikill maður
já talsvert meiri en þið
Að minnsta kosti meiri
en margir ónefndir
Ég dýrka sjálfsdýrkandann
og dreymi um efsta stall
Ég er með glás af gráðum
er ekkert drullumall
Heilbrigður og hávaxinn
með hár á bringunni
Klæddur eins og kóngur
í merkjavörunni
Við erum mesta þjóðin
sigurvegarar
ekki minnipokamenn
eða aumingjar
Ríkisvaldið sterkt
og hlýðnir þegnarnir
Ef það gengur ekki
tala peningarnir
Þingið það er þref
og dómararnir skræfur
Okkur farnast best
ef sá sterki ræður
Ef að ég slasast
ég greiði sanngjarnt gjald
Ef þú ert blankur
á götunnar vald!
Ég vill enga flóttamenn
útum koppa og grundir
Það sem að ég óttast mest
er að verða undir
Ég á mér mín takmörk
ég er ekki hinn fyrsti
Ég aðeins skríð
fyrir Kristi
Hiklaust ég sendi
hina á bálið
Eins og góður Guð
það er málið
Sem vinnuveitandi
ég vel mína þræla
Það er eins gott þeir séu
ekki með stæla
Þú borgari góður
skalt þekkja þinn stað
annars það hefur
afleiðingar
Ef einhver mér ógnar
þá valdi ég beiti
Annars verður allt
eitt öngþveiti
Ef ég ei næ að ráða
hann ei vill upp rísa
jafnvel þó þú sért
rosaleg skvísa
Eins víst og Jesús
oss sækir senn
þá er náttúran
fyrir menn
Ef ég ei þarf
eftir matnum að bíða
þá mega dýrin
kvalir líða
Ég á mér ei takmörk
ég er bara svona
En mundu það vinan
þú ert bara kona
Sem mikill maður
ég fæ meira en þið
Þó ekki meira en
nokkrum núllum aftanvið
Ég hef þykkan vegg
og finn ekki til
Tilfinningarnar ekki
ég kannast við
já talsvert meiri en þið
Að minnsta kosti meiri
en margir ónefndir
Ég dýrka sjálfsdýrkandann
og dreymi um efsta stall
Ég er með glás af gráðum
er ekkert drullumall
Heilbrigður og hávaxinn
með hár á bringunni
Klæddur eins og kóngur
í merkjavörunni
Við erum mesta þjóðin
sigurvegarar
ekki minnipokamenn
eða aumingjar
Ríkisvaldið sterkt
og hlýðnir þegnarnir
Ef það gengur ekki
tala peningarnir
Þingið það er þref
og dómararnir skræfur
Okkur farnast best
ef sá sterki ræður
Ef að ég slasast
ég greiði sanngjarnt gjald
Ef þú ert blankur
á götunnar vald!
Ég vill enga flóttamenn
útum koppa og grundir
Það sem að ég óttast mest
er að verða undir
Ég á mér mín takmörk
ég er ekki hinn fyrsti
Ég aðeins skríð
fyrir Kristi
Hiklaust ég sendi
hina á bálið
Eins og góður Guð
það er málið
Sem vinnuveitandi
ég vel mína þræla
Það er eins gott þeir séu
ekki með stæla
Þú borgari góður
skalt þekkja þinn stað
annars það hefur
afleiðingar
Ef einhver mér ógnar
þá valdi ég beiti
Annars verður allt
eitt öngþveiti
Ef ég ei næ að ráða
hann ei vill upp rísa
jafnvel þó þú sért
rosaleg skvísa
Eins víst og Jesús
oss sækir senn
þá er náttúran
fyrir menn
Ef ég ei þarf
eftir matnum að bíða
þá mega dýrin
kvalir líða
Ég á mér ei takmörk
ég er bara svona
En mundu það vinan
þú ert bara kona
Sem mikill maður
ég fæ meira en þið
Þó ekki meira en
nokkrum núllum aftanvið
Ég hef þykkan vegg
og finn ekki til
Tilfinningarnar ekki
ég kannast við