Ljóð nr. 2
Móna Lísa var rosa skvísa
eins og hennar var von og vísa
Eitt sinn hitti hún Jesú
Hann reyndi að kveikja í henni
en hún rétt náði strætó
Svo fékk hún sér kaffibolla
Óje, óje, óje, óje
Ég kynntist henni lítillega þegar hún starfaði í Bónus
Hún spurði viltu poka?
Og ég sagði einn poka takk
Það er nú meiri veðráttan núna
eða er það bara í hausnum á mér
Raggi Bjarna var að deyja
hann var flottur karl
Mávurinn sveimar yfir byggingunni
Á morgun fæ ég kannski súpu
Happdrætti DAS
 
Gunnar Björgvinsson
1971 - ...


Ljóð eftir Gunnar Björgvinsson

Ljóð nr. 3
Ljóð nr. 2
Ljóð nr. 1
Herskólinn
Ljóð nr. 4
Yfirismi
Eitt sinn
Herskólinn
Alþingi