Á jólum
Stafa frá stjörnu
storðar börnum
enn þá blessaðir
barnafingur;
sjáið ljós loga
um lága jötu ?
Jesú jólaljós
jarðarstráum!

Bjartara, bjartara
yfir barni ljúfu
hvelfast Guðs hallir
á helgri nóttu;
og herskarar
himinbúa
flytja Guðs föður
frið á jörðu.

Hlutar húm,
hlusta þjóðir,
hlustar alheimur,
hlusta uppsalir;
hlustar hvert hjarta,
því að heimi brennur
ein óþrotleg
ódauðleg þrá ...

???  
Matthías Jochumsson
1835 - 1920
- brot úr kvæði -


Ljóð eftir Matthías Jochumsson

Fögur er foldin
Minn friður
Lífsstríð og lífsfró
Eggert Ólafsson
Ó, faðir, gjör mig lítið ljós
Ég fel í forsjá þína
Á jólum
Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Lofsöngur
Börnin frá Hvammkoti
Minni kvenna
Íslensk tunga
Volaða land
Bjargið alda
Jólin 1891