Mig dreymir um dreng
Hann er hávaxinn
hnokkinn sem ég hugsa til
herðabreiður og hugulsamur
Dálítið dulur
drengurinn sem mig dreymir um
djarfur samt og drífandi
Passar hann mér vel
pilturinn sem ég pæli í
pottþéttur og pínu á taugum
Ég er snót
stelpa, stúlka
Stjörnur í stórum augum
hnokkinn sem ég hugsa til
herðabreiður og hugulsamur
Dálítið dulur
drengurinn sem mig dreymir um
djarfur samt og drífandi
Passar hann mér vel
pilturinn sem ég pæli í
pottþéttur og pínu á taugum
Ég er snót
stelpa, stúlka
Stjörnur í stórum augum