Mig dreymir um dreng
Hann er hávaxinn
hnokkinn sem ég hugsa til
herðabreiður og hugulsamur

Dálítið dulur
drengurinn sem mig dreymir um
djarfur samt og drífandi

Passar hann mér vel
pilturinn sem ég pæli í
pottþéttur og pínu á taugum

Ég er snót
stelpa, stúlka
Stjörnur í stórum augum  
Litla Ljót
1973 - ...


Ljóð eftir Litlu Ljótu

Myndin þín á baksíðunni
Mig dreymir um dreng